OPNANLEGT ÞAK
Home | OPNANLEGT ÞAK
OPNANLEGT ÞAK
Opnanlegt þak
Ertu að leita garðskála með fleiri möguleikum. Farðu skrefinu lengra og veldu opnanlega gler-þakið frá Glerverk. Glerin í þakinu geta verið allt að 4m á breidd á milli sperrana, heildar dýptin 8.5m með 5 gler í hverri braut sem geta opnast, allt þetta með burðarþol uppá 700kg/m2 fyrir snjóþunga.
Sjálfvirk lokun
Þakið lokast sjálfkrafa þegar það rignir eða hvessir þar sem það er búið sjálfvirkum skynjurum. Þú getur stjórnað þakinu með appi í snjallsímanum eða spjaldtölvunni á meðan þú lætur fara vel um þig undir berum himni. Mundu bara eftir sólarvörninni. ATH! Hliðarnar opnast ekki sjálfkrafa. Þú ert í stöðugu skjóli þegar þakið er opið.
Pergola
Rimlaþökin frá þýska framleiðandanum TS-Aluminium er kerfi sem hægt er að treysta á. Þýsk hönnun og útkoman er öflugasta opnanlega pergola þak sem sést hefur. Stjórnaðu birtunni með hallanum á rimlunum og led lýsingunni með einni fjarstýringu einfaldara verður það ekki. Einnig er tilvalið að skipta þakinu í tvennt. Opnanlegt svæði fyrir heitapottinn undir berum himni og glerþak yfir setustofunni með rennihurð á milli til að hljóðeinangra. Krakkarnir geta buslað í pottinum og þú situr í ró og næði með kaffibollan í hendi.